Quantcast
Channel: iPad – simon.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 23

Apple kynnir (ekki) nýjan iPhone

0
0

Apple hélt kynningu í gær sem var mun styttri en sú síðasta. Kynningin var líka mun látlausari og var haldin í Townhall hjá Apple í stað risa ráðstefnusals.

Tim Cook byrjaði og tók föstum tökum á stóra FBI málinu sem er búið að vera mikil í deiglunni. Apple ætlar ekki að taka þátt í því að brjóta niður persónuvernd einstaklinga með því að veikja öryggi iOS snjalltækja. FBI hefur þrýst hart á Apple að hjálpa sér við það að opna dulkóðan læstan iPhone síma manns sem framdi hryðjuverk í San Bernandino. Hægt er að lesa yfirlýsingu Apple hér.

Næst tók svo við kynning á því hvernig Apple endurvinnur tæki og fer með umhverfið. Apple er með mjög öfluga umhverfisstefnu og vinnur að því að vera með endurnýjanlega orku í sinni starfssemi. Þeir kynntu svo vélmennið Liam sem tekur iPhone 6S síma í sundur. Nokkuð töff.

Apple kynnti svo frekar ljótar nælon ólar fyrir Apple Watch. Svo var ein falleg svört “Milanese” ól. Úrið sjálft breytist ekki, nema það lækkaði aðeins í verði erlendis. Það kostar nú $299 í Bandaríkjunum.

watchbands-apple1-1024x632

Apple TV 4 fékk líka smá uppfærslu, eða tvOS. Það voru aðallega svona litlar breytingar sem hefðu eiginlega átt að vera til staðar þegar það fór á markað. Starfsmenn Apple hálf-viðurkenndu að TV 4 hefði verið sett of snemma á markað um daginn í hlaðvarpinu ATP..

tvOS

Svo kom loksins að “nýjum” iPhone, eða iPhone SE (engin tala). Þetta er iPhone 5S með innvolsinu og myndavélina úr iPhone 6S. Apple kallar þetta “öflugasta 4 tommu símann”.. það er bara enginn annar að framleiða þannig í dag. En þeir segjast selja 30 milljónir 4″ síma ár hvert (iPhone 5S og 5C), þannig að það hlýtur að vera markaður fyrir þetta. iPhone SE er með næstum alveg sömu fídusa og 6S, fyrir utan 3D touch og haptic engine. Síminn kemur nú líka í rósargull litinum sem var kynntur með 6S línunni.

iPhone-SE-rose-gold

Svo að lokum var nýr iPad Pro kynntur með 10″ skjá. Einnig þekktur sem iPad Air 2 með mun betri hátalara og snertigreiningu (fyrir Apple pencil). Það er erfitt að kaupa Air 2 þegar maður ber þessa tvo saman, þannig að Air 2 fær góða verðlækkun. Hann kostar núna frá $399 í Bandaríkjun og gæti því komist undir 80 þúsund hér heima.

Flott kynning og það verður gaman að fylgjast með sölunni á iPhone SE. Sérstaklega gaman verður að sjá hvort Bjarni Ben kaupi sér einn eftir að hafa vanist 4,7″ síma.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 23

Latest Images

Trending Articles